/
Stofna þjónustuaðila

Stofna þjónustuaðila

Stofnun þjónustuaðila

  • Hægt er að stofna þjónustuaðila í “Stillingar”. sem hægt er að finna í hægra horninu.

  • Undir notendum er hægt að bæta við, breyta og eyða notendum. Slá þarf inn kennitölu, netfang og stilla viðeigandi réttindi.

    image-20241219-112405.png

     

Stjórnandi þjónustuaðila

Hefur full réttindi innan kerfisins. Stjórnandi getur bætt við nýjum notendum, stjórnað aðgangi þeirra og úthlutað viðskiptavinum. Að auki getur stjórnandi framkvæmt magnskil á hlutafjármiðum og fjármagnstekjuskatti fyrir alla viðskiptavini í kerfinu.

Ábyrgðaraðili viðskiptavina

Hefur sömu réttindi og stjórnandi, en getur aðeins séð eigin fyrirtæki og sýslað með undirstarfsmenn.

Umsjónaraðili

Hefur takmörkuð réttindi innan kerfisins. Umsjónaraðili getur aðeins séð og unnið með viðskiptavini sem honum hefur verið úthlutað eða hann hefur sjálfur stofnað. Umsjónaraðili hefur ekki heimild til að framkvæma magnskil á hlutafjármiðum og fjármagnstekjuskatti.

 

image-20241219-112353.png

 

Að því loknu geta allir starfsmenn þjónustuaðila skráð sig inn með rafrænum skilríkjum og valið þjónustuaðilann sinn.