Fyrirtæki finnst ekki
Líklegt er að við fyrstu innskráningu hafi notandi ekki aðgang að öllum fyrirtækjum sem hann ætlar að skrá í Hluthafaskrá. Þetta er vegna þess að Hluthafaskrá er ekki með upplýsingar um alla hagsmunaaðila fyrirtækja. Nánar er fjallað um aðgang við fyrstu innskráningu hér að neðan.
Tenging við Fyrirtækjaskrá
Hluthafaskrá er með upplýsingar um stjórnarformenn fyrirtækja frá Fyrirtækjaskrá. Af þeim ástæðum getur skráður stjórnarformaður skráð sig inn í kerfið með rafrænum skilríkjum og valið sín fyrirtæki án þess að biðja sérstaklega um aðgang.
Hluthafaskrá gefur skráðum framkvæmdastjórum, óbreyttum stjórnarmeðlimum eða öðrum hagsmunaaðilum ekki aðgang að fyrirtækjunum við fyrstu innskráningu.
Hvernig fæ ég aðgang að fyrirtæki sem ég sé ekki í Fyrirtækin mín?
Hægt er að fá aðgang að fyrirtæki á 2 vegu.
Skráður stjórnarformaður fyrirtækisins skráir sig inn með rafrænum skilríkjum, velur fyrirtækið og stofnar þig sem notanda í [Stillingar]. Sjá nánar um stofnun notenda hér.
Hægt er að hafa samband við help@hluthafaskra.is og biðja sérstaklega um aðgang að fyrirtækinu. Þá þarf að gefa upp kennitölu fyrirtækis og notanda.
Á myndinni hér að neðan má sjá öll þau fyrirtæki sem Jón Jónsson (gervimaður) hefur aðgang að í Hluthafaskrá.