/
Innskráning og notendur

Innskráning og notendur

Innskráning

Innskráning á http://hluthafaskra.is er með rafrænum skilríkjum í gegnum Auðkenni.

Við fyrstu innskráningu hefur einungis skráður stjórnarformaður eða prókúruhafi aðgang að sínu fyrirtæki en hann getur strax stofnað aðra notendur og þannig gefið öðrum hagsmunaaðilum aðgang að Hluthafaskrá.

 

Stofna notendur

Notendur eru stofnaðir í Stillingum og hægt er að skrá nýjan notanda, breyta núverandi notanda, eða eyða notanda.

Veita bókhaldsstofu aðgang að fyrirtæki

Fyrst þarf Bókhaldsstofa að bæta fyrirtækinu við kerfið. Því næst þarf að fara inn í stillingar þar sem bókhaldsstofunni er gefin aðgang að fyrirtækinu. Það er gert með því að smella á aðgangur bókara í stillingum og samþykkja.

 

Tegundir notenda

Hægt er að gefa notendum þrenns konar aðgang að kerfinu:

  1. Stjórnendaaðgangur: Hefur fullan aðgang að hluthafaskrá. Getur breytt notendum fyrirtækis og áskriftum þess. Getur veitt bókhaldsstofu aðgang að fyrirtæki.

  2. Skrifaðgangur: Skrifaðgangur veitir réttindi til þess að skoða og breyta hluthafaskrá.

  3. Lesaðgangur: Getur séð hluthafaskrá og þróun hlutafjár en ekki framkvæmt aðgerðir.

Ef fyrirtæki er í áskrift getur það veitt hluthöfum sínum lesaðgang að hluthafaskrá félagsins með því að haka í [Hluthafar geta séð hluthafaskrá] á yfirliti.

Ef vandamál koma upp með innskráningu eða notendur er hægt að hafa samband við help@hluthafaskra.is

Related content

Stofnun hluthafaskrár
Stofnun hluthafaskrár
More like this
Notendahandbækur
Notendahandbækur
More like this
Stofna hluthafaskrár
Stofna hluthafaskrár
More like this
Aðgangur þjónustuaðila 1.0
Aðgangur þjónustuaðila 1.0
Read with this
Umsjónarmaður notenda (User creator)
Umsjónarmaður notenda (User creator)
More like this
Skil á fjármagnstekjuskatti af arði
Skil á fjármagnstekjuskatti af arði
Read with this