Skil á fjármagnstekjuskatti af arði

Skil á fjármagnstekjuskatti af arði Hægt er að skila fjármagnstekjuskatti af arði með einföldum hætti beint til RSK. Kerfið reiknar fjármagnstekjuskatt út frá arðgreiðslum og notandi þarf því einungis muna eftir því skila.

Hámarkaðu skilvirkni með réttu utanumhaldi og beinni tengingu við RSK. 

Skráning arðgreiðslna og skil á fjármagnstekjuskatti af arði

Til þess að skila fjármagnstekjuskatti af arði þarf að byrja á því að skrá [Arðgreiðslur]. Arðgreiðslur eru fyrst skráðar í Hluthafaskrá með skráningu heildarupphæðar, arðréttindadags og arðgreiðsludags fyrir hvern flokk áður en greiðslum er skipt niður á hluthafa. Arðgreiðslur eru greiddar til þess hluthafa sem skráður er í hlutaskrá á útborgunardegi og því mikilvægt að skráningin sé bæði rétt og uppfærð.

 

Nú er komið að skilum á fjármagnstekjuskatti af arði. Smellt er á RSK aðgerðir í aðalvalmynd því næst er smellt á Fjármagnstekjuskattur þá opnast valmynd þar sem búið er að reikna út þau skil sem eru að fara að eiga sér stað út frá Arðgreiðslum. Hér þar að hafa í huga að velja rétt tímabil. Þá er smellt á Skila fjármagnstekjum og skilin rúlla inn til RSK.

 

Ef þú ert þjónustuaðili og vilt skila inn fjármagnstekjuskatti af arði fyrir marga viðskiptavini í einu þá er það sáraeinfalt. Þú smellir á Fjármagnstekuskattur af arði efst í stjórnborðinu. Þar velur þú þau fyrirtæki sem á að senda inn fyrir með því að haka fyrir framan þau og síðan smellt á hnappinn Halda áfram í skil og þannig hefur þú skilað inn fyrir mörg fyrirtæki í einu til RSK. Gríðarlegur tímasparnaður hlýst af þessari aðgerð og þannig mögulegt að nýta verðmætan tíma í önnur verkefni.