/
Lækka hlutafé

Lækka hlutafé

Til þess að fara í lækkun hlutafjár skal velja [Breyta hlutafé] í valmyndinni og flipann [Lækka hlutafé].

Með lækkun hlutafjár er verið að fækka útgefnum hlutum félagsins.

Skrá þarf fjölda hluta til lækkunar og dagsetningu.

Dagsetningin má aldrei vera eldri en nýjasta færslan í [Þróun hlutafjár]

 

Leyfileg lækkun

Lækkun hlutafjár má aldrei verða svo mikil í einkahlutafélagi að hlutafé fari undir 500.000 að nafnverði.

Lækkun hlutafjár má aldrei verða svo mikil í hlutafélagi að hlutafé fari undir 4.000.000 að nafnverði.

 

Ástæða lækkunar

Ríkisskattsstjóri gefur fyrirtækjum 5 leyfilegar ástæður fyrir lækkun hlutafjár.

Velja þarf eina af þessum fimm ástæðum hlutafjárlækkunar í Hluthafaskrá:

  1. Lækkun til jöfnunar á tapi

  2. Lækkun til greiðslu til hluthafa

  3. Lækkun vegna eigin hluta

  4. Lækkun til afskriftar á greiðsluskyldu hluthafa

  5. Lækkun til að leggja í sérstakan sjóð sem má nota samkvæmt ákvörðun hluthafafundar.

 

Reglur um skiptingu lækkunar eftir ástæðu hennar:

(1) Lækkun til jöfnunar á tapi skal ávallt skipt jafnt á milli hluthafa. Ef afgangshlutir verða til skiptanna þarf að ráðstafa þeim handvirkt á útvalda hluthafa. ATH! Hér skal slá inn hlutafé til lækkunar en ekki hluti.

(3) Einungis er hægt að lækka eigin hluti fyrirtækis. Eigin hlutir þurfa því að vera a.m.k. jafn margir og lækkun vegna eigin hluta. Hægt er að skrá eigin hluti með eigendaskiptum eða hækkun hlutafjár og skrá fyrirtækið sjálft sem viðtakanda hlutanna.

(2) (4) (5) Skipta má lækkuninni hvernig sem er.

 

Hér á myndinni að neðan sést (2) Lækkun til greiðslu til hluthafa sem skipta má hvernig sem er