Hluthafaskrá
Hluthafaskra.is auðveldar fyrirtækjum að halda utan um hluthafaskrár sínar og fylgjast með þróun hlutafjár. Hægt er að skrá arðgreiðslur og skila hlutafjármiðum til Ríkisskattsstjóra.
Aðgangur bókara gerir bókhaldsstofum kleift að sinna þessum atriðum fyrir sína viðskiptavini og skila mörgum hlutafjármiðum í einu.
Hluthafaskrá samkvæmt lögum
Samkvæmt lögum um einkahlutafélög og lögum um hlutafélög þurfa öll fyrirtæki að halda utan um eignarhald sitt með svokallaðri hluthafaskrá. Hún skal ávallt innihalda réttar upplýsingar hverju sinni.
Í hluthafaskrá skulu hlutir skráðir í númeraröð og skal fyrir sérhvern hlut greina frá nafni eiganda, kennitölu og heimilisfangi.
Hluthafaskrá skal ætíð geymd á skrifstofu félags og eiga allir hluthafar og stjórnvöld að hafa aðgang að henni og mega kynna sér efni hennar.
Notendahandbók bókhaldsstofu