Raðnúmer
Samkvæmt lögum um einkahlutafélög skulu allir hlutir skráðir í númeraröð og þeim gefnir raðnúmer.
Með raðnúmerum er hægt að sjá hvaða hlutir liggja til grundvallar viðskipta, hækkunar, lækkunar og annarra hreyfinga á hluthafaskrá.
Dæmi:
Fyrirtæki ehf. hefur eftirfarandi hluthafaskrá:
NAFN | NAFNVERÐ HLUTA | RAÐNÚMER HLUTA | EIGNARHLUTUR % |
---|---|---|---|
Jón Jónsson | 500.000 | 1 - 500.000 | 25% |
Gunnar Jónsson | 500.000 | 500.001 - 1.000.000 | 25% |
Sigurður Jónsson | 500.000 | 1.000.001 - 1500.000 | 25% |
Páll Jónsson | 500.000 | 1.500.001 - 2.000.000 | 25% |
Gunnar selur Páli 100.000 hluti
Hluthafaskrá fyrirtækis ehf. liti þá svona út:
NAFN | NAFNVERÐ HLUTA | RAÐNÚMER HLUTA | EIGNARHLUTUR % |
---|---|---|---|
Jón Jónsson | 500.000 | 1 - 500.000 | 25% |
Gunnar Jónsson | 400.000 | 500.001 - 900.000 | 20% |
Páll Jónsson | 100.000 | 900.001 - 1.000.000 | 5% |
Sigurður Jónsson | 500.000 | 1.000.001 - 1500.000 | 25% |
Páll Jónsson | 500.000 | 1.500.001 - 2.000.000 | 25% |