Hlutafjármiðar

Á hverju ári þurfa fyrirtæki að skila hlutafjármiðum til RSK. Hlutafjármiðar segja til um eignarhlut, fengin jöfnunarbréf og arðgreiðslu hvers hluthafa í lok tekjuársins.

Skilatímabil hlutafjármiða er 1. - 20. janúar.

Hægt er að skila þessum miðum í Hluthafaskrá með einföldum hætti. Kerfið býr til hlutafjármiða út frá hluthafaskrá og arðgreiðslum í lok tekjuársins og notandi þarf því einungis muna eftir því skila þeim.

Til þess að skila hlutafjármiðum skal velja [Hlutafjármiðar] í valmyndinni og smella á [Bæta við skilum]

 

Hægt er að eyða eða uppfæra hlutafjármiða eftir þörfum og því er engin hætta þó röngum miðum sé skilað í fyrstu.

 

Bæta við skilum

Þegar smellt er á bæta við skilum kemur hluthafaskráin eins og hún lítur út í lok tekjuársins á hluthafaskrá.is.

Upplýsingar um jöfnunarbréf, arðgreiðslu, staðgreiðslu af arði og dagsetnignu arðgreiðslu eru einnig teknar úr hluthafaskrá í lok tekjuárs.

Ef hlutafjármiðarnir eru rangir þá þarf að framkvæma viðeigandi breytingar í Hluthafaskrá áður en þeim er skilað. Því er ekki hægt að breyta hlutafjármiðunum í þessari aðgerð.

 

Uppfæra hlutafjármiða

Til þess að uppfæra skilaða hlutafjármiða skal smella á [Uppfæra] í viðeigandi tekjuári.

Þá birtist hluthafaskráin í lok tekjuársins með eim breytingum sem gerðar hafa verið í Hluthafaskrá.

Grænn litur er yfir þeim reitum sem hafa breyst frá því að hlutafjármiðum tekjuársins var síðast skilað.

 

Á myndinni hér að neðan má sjá uppfærslu á hluthafaskrá þar sem búið er að bæta við nýjum hluthafa á tekjuárinu.

 

Eyða hlutafjármiðum

Til þess að eyða hlutafjármiðum skal smella á ruslafötuna hjá viðkomandi tekjuári. Þessi aðgerð eyðir hlutafjármiðum einnig hjá RSK. Eftir aðgerðina er svo hægt að skila nýjum hlutafjármiðum fyrir viðkomandi tekjuár.