Skila hlutafjármiðum

Skila hlutafjármiðum

Bókhaldsstofur geta skilað hlutafjármiðum fyrir mörg félög í einu með því að fara í [Valmynd] og velja [Hlutafjármiðar].

Hlutafjármiðar eru búnir til útfrá hluthafaskrá félaga 31. desember þess tekjuárs sem verið er að skila. Ef hlutafjármiðar eru ekki réttir þarf að uppfæra hluthafaskrá.

 

Hlutafjármiðum er skilað fyrir mörg fyrirtæki í einu í eftirfarandi skrefum

Velja fyrirtæki

Félög sem á að skila inn fyrir eru valin með haki. Mælt er með því að nota síur (filtera) til þess að velja félög með sömu forsendur, t.d. engar breytingar á hluthafaskrá á árinu.

Þegar búið er að velja félög er smellt á [Halda áfram í skil]

Skoða og skila inn hlutafjármiðum

Hægt er að skoða hlutafjármiða félaga og ganga úr skugga um að allt sé rétt skráð áður en þeim er skilað. Hlutafjármiðum er skilað beint til RSK.

Hvaða gögn þurfa að vera til staðar

Til þess að skila hlutafjármiðum í gegnum Hluthafaskrá þurfa eftirfarandi forsendur að vera til staðar.

Hluthafaskrá

  • Hluthafaskrá þarf að vera til fyrir félagið í lok tekjuárs.

  • Hlutafjármiðarnir eru búnir til úr nýjustu hluthafaskránni á tekjuári hlutafjármiðanna.

Skilalykill fagaðila

  • Skilalykill fagaðila veitir bókhaldsstofu aðgang að skilum á gögnum til RSK.

  • Búið þarf að vera að skrá skilalykilinn í Hluthafaskrá.

Arðgreiðslur

  • Hafi félagið greitt arð á árinu þarf hann að vera skráður í Hluthafaskrá.

  • Hlutafjármiðarnir taka samanlagðar arðgreiðslur tekjuársins.

Jöfnunarbréf

  • Hafi félagið gefið út jöfnunarbréf á árinu þarf útgáfan að vera skráð í Hluthafaskrá.

  • Hægt er að skrá útgáfu jöfnunarbréfa í Hækkun hlutafjár.

Breyta/eyða hlutafjármiðum

Alltaf er hægt að leiðrétta skiluðum hlutafjármiðum í Hluthafaskrá. Það er gert með eftirfarandi skrefum:

  • Farið er í hluthafaskrá fyrirtækisins og smellt á [Hlutafjármiðar] í valmyndinni. Þar birtist listi yfir skiluðum hlutafjármiða. Veljið [Uppfæra]

 

  • Þá verða til nýir hlutafjármiðar út frá breytingum sem hafa verið gerðar í Hluthafaskrá. Þeim er skilað með því að smella á [Senda inn miða]

Athugið að ekki er hægt að breyta hlutafjármiðum án þess að breyta hluthafaskránni á tekjuárinu.

 

Eyða

Til þess að eyða hlutafjármiðum skal smella á ruslafötuna hjá undirliggjandi tekjuári. Athugið að þessi aðgerð er ekki afturkræf.

 

Villa

Það getur gert að villa kemur þegar er verið að skila inn hlutafjármiðum. Ef verið er að senda inn mikið magn af í einu inn þá er alltaf gott að skoða á leitarstikunni staða og velja þar villa. Þá er einfalt að sjá hvort að einhverjir miðar hafi farið á villu.

Algengasta ástæða þess að miðar fá stöðuna villa er af því að skilalykill er ekki réttur. Ef hann er lagaður þá er hægt að senda miðann aftur. Réttur skilalykill er settur inn undir stillangar

Skilalykill fagaðila

Farið er í fyrirtækin mín og þar smellt á stillingar

 

Þar opnast gluggi þar sem breyta má og lagfæra upplýsingar um viðkomandi félag líkt og t.d skilalykil fagaðila.