Arðgreiðslur

Hægt er að skrá arðgreiðslur fyrirtækisins á http://hluthafaskra.is .

 

Skrá nýja arðgreiðslu

Til þess að skrá arðgreiðslu skal valið [Arðgreiðslur] í valmyndinni og smellt á [Skrá nýja arðgreiðslu]

Þá þarf að slá inn heildarupphæð, arðsréttindadag og arðgreiðsludag fyrir hvern flokk hluta.

 

  • Arðsréttindadagur er sá dagur sem skiptingin miðast við. Hluthafaskráin á þeim degi er því notuð til þess að skipta niður arðgreiðslunni.

  • Arðgreiðsludagur segir til um hvenær arðgreiðslan var greidd út til hluthafa. Þessi dagsetning er sett á hlutafjármiða þegar þeim er skilað til RSK.

 

Skipting arðgreiðslu

Arðgreiðslunni er skipt eftir eignarhlut, en þó er hægt að breyta þeirri skiptingu.

Staðgreiðsla af arði er reiknuð miðað við hlutfall fjármagnstekjuskatts. Hægt er að breyta henni.

Arð- og staðgreiðsla er reiknuð inn í hlutafjármiða þegar þeim er skilað til RSK.