Stofnun hluthafaskrár

 

Þegar fyrirtæki er valið í fyrsta skipti er einungis hægt að stofna hluthafaskrá eða stofna notendur.

Til þess að virkja aðgerðir í kerfinu þarf að stofna hluthafaskrá. Þá verður til fyrsta hluthafaskráin sem aðrar færslur byggja á.

Stofnun hluthafaskrár er framkvæmd í 4 skrefum og hér að neðan er farið yfir þau öll:

 

1.Flokkar og fjöldi útgefinna hluta

Fyrsta skrefið í stofnun hluthafaskrár er að skrá flokka, og fjölda útgefinna hluta. Hægt er að skrá mismunandi nafnverð á hlut.

Mikilvægt er að upphæð hlutafjár sé rétt í þessu skrefi þannig að hægt sé að klára næstu skref.

 

2. Raðnúmer

Næsta skref í stofnun hluthafaskrár er að velja hvort kerfið eigi að halda utan um raðnúmer hluthafaskrárinnar eða hvort notandi vilji velja þau sjálfur.

Mælt er með því að láta kerfið sjá um raðnúmer með því að haka í [Fá sjálfvirkt val]

Hægt er að lesa nánar um raðnúmer og tilgang þeirra hér

 

3. Ráðstöfun hluta til hluthafa

Þriðja skrefið er að ráðstafa útgefnum hlutum á hluthafa fyrirtækisins. Ef fyrirtækið hefur skilað ársreikningi til RSK þá er hægt að fylla út töfluna með hluthafaskránni sem honum fylgir. Það er gert með því að smella á [Flytja inn gögn úr ársskýrslu]. Ásamt því er möguleiki að “Flytja inn úr Excel skjali” ef smellt er á þann hlekk.

Einnig er hægt að bæta við erlendum hluthöfum. Fyrir erlenda hluthafa er skylt að skrá nafn, heimilisfang, póstnúmer sveitafélag og land.

 

Stofndagsetning

Fyrir ofan töfluna hægra megin er dálkurinn [Stofndagsetning].

Sú dagsetning er upphafspunkturinn á hluthafaskrá fyrirtækisins og því ekki hægt að framkvæma aðgerðir eldri en stofndagsetningu.

Ef stofndagsetningin er 31.12.2020 þá er bara hægt að skrá hækkun, lækkun eða eigendaskipti hlutafjár með dagsetningu 1.1.2021 eða nýrri.

 

4. Staðfesta

Síðasta skrefið er að fara yfir hluthafaskrána og athuga hvort allt sé rétt. Eftir þetta skref stofnast hluthafaskráin og aðgerðir verða aðgengilegar í valmyndinni.