Stofna hluthafaskrár

Stofna hluthafaskrá út frá ársreikningi

Hægt er að stofna hluthafaskrár margra fyrirtækja í einu með því að nota hluthafaskrána sem fylgir síðasta skilaða ársreikningi fyrirtækisins. Þetta getur sparað tíma sem annars hefði farið í að stofna hluthafaskrá handvirkt.

Athugið að þróun hlutafjár skráist ekki með þessari aðferð, heldur einungis hluthafaskráin. Breytingar á hlutafé, eigendaskipti o.fl. skráist því ekki. Hægt er þó að bæta því við á eftir.

Til þess að stofna hluthafaskrár með þessari aðferð skal haka í viðkomandi fyrirtæki og smella á [Stofna hluthafaskrár]

Stofna hluthafaskrá með þróun hlutafjár

Ef þróun hlutafjár á að vera skráð þá þarf að stofna hluthafaskrána handvirkt. Til þess að fara á hluthafaskrá fyrirtækisins skal smella á nafnið í Fyrirtækin mín og svo [Stofna hluthafaskrá]

Mikilvægt er að velja rétta dagsetningu fyrir þessa fyrstu hluthafaskrá því ekki er hægt að skrá breytingar á hlutafé fyrir stofnunina.