Stofna viðskiptavini

Stofna viðskiptavini

Fyrsta skref er að stofna viðskiptavini en það er hægt að gera á tvenna vegu. Annars vegar að stofna hvern viðskiptavin með kennitölu (val: og skilalykli) undir Fyrirtækin mín. Hins vegar er hægt að flytja inn Excel skjal með öllum kennitölum viðskiptavina í einu (val: og skilalykli). Þá er hægt að velja umsjónaraðila fyrir hvern viðskiptavin en hægt er að velja á milli skráðra starfsmanna í kerfinu.

  

Skilalykill fagaðila

Til þess að hægt sé að skila gögnum til RSK þarf að skrá skilalykil fagaðila fyrir hvert og eitt fyrirtæki.

Hægt er að hafa skilalykilinn sem dálk við hlið kennitölu fyrirtækisins þegar viðskiptavinir eru stofnaðir með Excel skjali.

Viðskiptavinur nú þegar til í Hluthafaskrá

Það getur verið að fyrirtæki hafi þegar verið stofnað í Hluthafaskrá og þá getur bókhaldsstofa ekki bætt því við hjá sér sem viðskiptavin á hefðbundinn hátt.

Bókhaldsstofa bætir við fyrirtæki sem nú þegar er til í Hluthafaskrá svona:

  1. Bæta við fyrirtæki á síðunni „Fyrirtækin mín“ með því að smella á hnappinn [+ Bæta við fyrirtæki].

  2. Þá sendist beiðni á notanda viðskiptavinarins um að samþykkja aðgang bókhaldsstofunnar:

 

  1. Notandi viðskiptavinarins samþykkir beiðnina undir „Stillingar“ og „Aðgangur bókara“