/
Hækka hlutafé

Hækka hlutafé

 

Til þess að fara í hækkun hlutafjár skal smellt á [Breyta hlutafé] í valmyndinni

Með hækkun hlutafjár er verið að skrá útgáfu nýrra hluta í hluthafaskrá.

 

Ástæða hækkunar

Hækkunin getur verið:

  1. Útgáfa jöfnunarhluta

  2. Almenn útgáfa

Útgáfu jöfnunarhluta skal ávallt skipt í réttu hlutfalli við eignarhlut núverandi hluthafa, m.ö.o. útgáfa jöfnunarhluta skal ekki breyta eignarhlutum hluthafanna. Ef ekki er hægt að skipta útgáfu jöfnunarhluta í réttu hlutfalli við eignarhlut þarf að skipta óráðstöfuðum hlutum handvirkt á útvalda hluthafa.

Almennri útgáfu hlutafjár má skipta hvernig sem er á milli hluthafa.

 

Myndin hér að neðan sýnir útgáfu jöfnunarhluta þar sem 1 hlutur er afgangs og þarf að ráðstafa handvirkt.