Hvernig leitum við
Með því að smella á græna takkan er hægt að útbúa og skilgreina nýja leit.
- Eftir að við höfum gert það fáum við þennan glugga.
- Eftir þessum möguleikum getum við stjórnað leit.
Nákvæmari leit
Önnur skipun – AND
Með AND skipuninni finnur þú allar greinar sem innihalda tvö eða fleiri leitarorð. Ef ég hef áhuga á að sjá allar greinar sem innihalda orðið Landsbanki og líka orðið Icesave þá nota ég AND skipunina.
t.d landsbankin AND icesave. Niðurstaðan úr þessari leit væru allar greinar sem Vaktarinn finnur sem innihalda bæði Landsbanki og Icesave. Þannig myndu greinar sem innihalda Landsbanki en ekki Icesave ekki birtast.
Þriðja skipun – NOT
Þessi skipun leyfir þér að sía betur greinar. Með því að nota NOT þá get ég fundið greinar sem innihalda Landsbanki en ekki Icesave. Þannig útiloka ég alla umræðu tengda Icesave.
t.d landsbankin NOT icesave. Gott er að nota NOT skipunina eftir á. Með því er átt að leita fyrst frekar almennt og sjá hver umræðan er. Þannig er hægt að átta sig á óþarfa umræðu og bæta við NOT skipunum til þess að fínpússa leitina.
Fjórða skipun – Gæsalappir
Þegar þú vilt finna ákveðna samsetningu af orðum eða nöfn þá skal nota gæsalappir “ “.
t.d " halló Akureyri" Með leitinni myndi Vaktarinn finna alla umræðu um . Ef gæsalöppum er sleppt þá myndi Vaktarinn finna alla umræðu um Halló og Akureyri, sem er ekki það sem við viljum í þessu tilviki.
Fimmta skipun – Svigi
Ef þú hefur áhuga á að skoða fleiri en tvö orð eða nota fleiri en eina skipun þá er best að nota sviga ( ). Sviginn hópar saman svipaðar skipanir.
t.d (Landsbankinn OR Landsbanki OR NBI) NOT ("skilanefnd Landsbankans" OR "skilanefnd" OR "icesave" OR "landsbanki íslands" OR "slitastjórn" OR "slitastjórn Landsbankans" OR "gamli bankinn")
Önnur dæmi um notkun á sviga væri að hópa saman mismunandi stafsetningar á orði:
(Coke OR „Coca Cola“ OR Kók OR „Kóka Kóla“) NOT (Pepsi OR Sprite)
Þessi leita myndi finna greinar um allar þessar mismunandi tegundir af stafsetningu Coke vörumerkisins og útiloka allar greinar sem innihalda orðin Pepsi eða Sprite.
Sjötta skipunin – Dollaramerki
Með því að setja Dollaramerki $ á eftir orði þá leitar Vaktarinn að því orði í þeirri beygingarmynd sem þú skrifaðir. Þar sem Vaktarinn beygir orðin venjulega þá hentar þetta vel fyrir vörumerki sem eru í ákveðinni beygingarmynd.
t.d (síminn$ OR tal$) AND adsl
Leitin hér að ofan myndi finna allar greinar um Símann og Farsími eða Tal og ADSL. Vaktarinn myndi ekki beygja Síminn eða Tal. Þannig eru allar greinar útilokaðar sem gætu innihaldið t.d. símanum/tali og ADSL.