/
Hvað gerir litla tannhjólið hjá "Leita"

Hvað gerir litla tannhjólið hjá "Leita"

 

Ef við smellum á tannhjólið þá sjáum við valmöguleika.

  • Merkja opinbera = Ef þú ert að vinna hjá fyrirtæki sem hefur marga notendur og merkir leit opinbera þá sjá allir þessa leit undir sinni leit.
  • Stilla uppáhalds = Þá verður hjartað (sem er fyrir framan leit) svart og þessi leit fer efst.
  • Vista sem nýja leit = Hér ert þú að afrita leitina.
  • Stilla tilkynningar = Mjög mikilvægt, hér er hægt að fá sendar tilkynningar vegna leitar. Eins ef leit er opinber þá er hægt að bæta inn samstarfsmönnum þannig að þeir fái líka sendar þessar tilkynningar.

Hér að neðan er mynd af Stilla stilkynningar glugganum. Þær getum við fengið til okkar í rauntíma, tvisvar á dag, daglega eða vikulega. Ef við veljum t.d í rauntíma þá fáum við alltaf sendan til okkar póst þegar leitarorðið hefur fundist.