/
Skýrslur

Skýrslur

Skýrslur veitir þér möguleika á því að nálgast það efni sem Vaktarinn.is hefur að geyma. Hér getur þú búið til Vefskýrslu, Excel skjal, RSS veitu eða Jason veitu.

 

Vefskýrslur gera þér kleift að deila leitarniðurstöðum með öðrum. Smelltu á skrunhjólið við hliðina á leitartakkanum og veldu "Útbúa vefskýrslu"

 

Fyrir fleiri færslur:

 

1) Framkvæma leit

 

2) Fara neðst og smella á "Sækja fleiri færslur" (eða bíða) 

 

3) Gera 2) aftur og aftur þar til allar færslur komnar.

 

4) Framkvæma "Print" (t.d. í PDF)


Með því að búa til RSS veitu er hægt að tengja hana við innri og ytri vefi fyrirtækisins. Þannig getur þú fengið efni um þínar leitir beint á þessa vefi, hvort sem um óritskoðað efni er að ræða, eða efni handvalið af þér. 

Uppsetning á einfaldri RSS veitu

Ferlið við að setja upp RSS veitu er mjög einfalt:

  1. Þú býrð til leit sem þú vilt fá RSS yfir, eða notar leit sem er nú þegar til
  2. Í leitarumsjóninni smellir þú á RSS merkið hægra megin við titil leitar
  3. Þegar þú smellir á merkið opnast nýr gluggi með RSS veitunni fyrir tiltekna leit
  4. Þú bætir slóðinni við í hvaða RSS lesara sem er (t.d. Google Reader) eða á RSS veituna á innri / ytri vef þíns fyrirtækis
  5. Í hvert skipti sem ný færsla fyrir þessa leit finnst hjá Vaktaranum, birtist hún í RSS veitunni þinni
    Tilgreina hámarksfölda færslna. Fara í "paging".  
    Núna er hægt að fara í RSS/json skýrsla og breyta hlekknum:
      
    í
      
    og fá allt að 100 færslur í einu.
     

Uppsetning á ritskoðaðri RSS leit

Í sumum tilvikum vilt þú hafa fullkomna stjórn á því hvaða greinar birtast á innri / ytri vefjum þínum.  Í þeim tilvikum getur þú búið til merki í Vaktaranum sem tilgreina hvaða greinar þú vilt að birtist í RSS veitunni þinni.

Þú býrð til merki með því að velja + bæta við merki undir titlum greina í greinalistanum

Þá poppar upp listi yfir öll þau merki sem þú hefur nú þegar búið til.  Ef þú hefur ekki búið til sérstakt RSS merki, þá getur þú gert það með „Umsjón merkja” valmöguleikanum, eða einfaldlega með því að slá það inn í leitarstikunni („Leita eða búa til merki") og smella á ENTER.

Þegar þessu er lokið, getur þú búið til leit sem skilar aðeins niðurstöðum sem merktar eru með tilteknu merki:

  1. Þú opnar leitarumsjónina
  2. Býrð til nýja leit (gott er að skýra leitirnar með lýsandi nöfnum, eins og „Fyrir Vefinn Okkar” í þessu tilfelli)
  3. Velur Merki (sjá vinstra) og hakar þar við RSS merkið þitt

Þegar búið er að vista leitina, getur þú sótt RSS veituna eins og sýnt var hér að ofan.  Þetta hefur í för með sér að í hvert skipti sem þú finnur grein sem þig langar að bæta við á innri / ytri vef þíns fyrirtækis, eða í þinn persónulega RSS lesara, þá getur þú merkt greinina með RSS merkinu í Vaktaranum og hann sér um rest.