Upphækkanir/lækkanir (e. Opt-up / Opt-down)
Í kerfinu er hægt að skilgreina upphækkanir fyrir hvern viðskiptavin. Þá virkni er hægt að nálgast frá yfirlitssíðu viðskiptavinar, undir "Upphækkanir/lækkanir" flipanum.
Frá þeirri síðu er hægt að sjá yfirlit af virkum og óvirkum upphækkunum/lækkunum
Ný upphækkun
Til þess að búa til nýja upphækkun/lækkun þarf að smella á "Ný upphækkun/lækkun" efst í hægra horni frá yfirlitssíðu. Þar er hægt að velja fyrir hvaða verðbréfaflokk og auðkenni hækkunin/lækkunin ætti að taka gildi fyrir.
Virkar upphækkanir/lækkanir
Virkar upphækkanir eru sýnilegar frá samantekt viðskiptavinar.
Hér sést viðskiptavinur sem hefur ekki nægja lágmarks þekkingu(rautt svæði) til þess að versla með skráð innlend hlutabréf. En þar sem hann hefur upphækkun sem fagfjárfestir(upphækkaður) þá verður hann hæfur á töflunni.
Viðskiptavinur sem er flokkaður sem fagfjárfestir(upphækkaður) getur hlotið niðurlækkun en þá verður hann almennur fjárfestir í dálknum "Upphækkun" og missir þá hæfni fyrir þá verðbréfaflokka sem hafa lágmarksflokkunina "Fagfjárfestir(upphækkaður).
Óvirkar upphækkanir/lækkanir
Þegar upphækkanir/lækkanir eru gerðar óvirkar þá þarf einungis að smella á virka upphækkun frá yfirlitssíðu upphækkana/lækkana og ýta á "Óvirkja" neðst í hægra horni gluggans. Þegar upphækkun/lækkun er gerð óvirk þá hverfur hún af samantekt viðskiptavinar.