Spurningalistar

Yfirlit spurningalista

Í kerfinu er hægt að svara spurningalistum fyrir hönd viðskiptavinar, sjá niðurstöður spurningalista á PDF formi og í kerfinu sjálfu, sjá samantekt úr spurningalistum og sjá svör spurningalista sem hefur verið svarað áður.
Spurningalistana er hægt að nálgast frá yfirlitssíðu viðskiptavinar, undir flipanum “Spurningalistar”.

Svara spurningalista

Til þess að svara spurningalista þarf að smella á “Svara” úr töflunni “Spurningalistar í boði fyrir einstakling/lögaðila”. Þar gefst notanda kostur á að svara spurningalistanum á íslensku, ensku eða pólsku. Ef verið er að svara spurningalista fyrir lögaðila þarf að velja hvaða umboðsmaður fyrirtækis er að svara tilteknum spurningalista auk þess sem hægt er að skrá inn uppruna svara og hver skráði svörin inn í kerfið. Einnig er hægt að velja aðra dagsetningu ef listanum hefur verið svarað á öðrum degi en daginn sem svörin eru sett inn í kerfið.

Svara spurningalista aftur

Hægt er að svara spurningalista, sem svarað hefur verið áður aftur. Það er gert með því að smella á “Svara aftur” við þann lista sem óskað er eftir að svara aftur úr töflunni “Svör við spurningalistum”. Listinn opnast þá með eldri svörum sem hægt er að uppfæra eða þá bæta við nýjum svörum. Ef spurningalista er vistað og lokað þá fær hann stöðuna “Lokað” frá töflunni “Svör við spurningalistum”. Þegar þeim spurningalista er síðar svarað aftur(ef þess þarf) þá þarf að ýta á “Svara aftur” og ný útgáfa verður til af spurningalistanum. Ef spurningalisti er hins vegar einungis vistaður þá fær hann stöðuna “Opið”. Þá er hægt að ýta á “Svör” við tiltekinn lista og uppfæra/bæta við svörin þá verður ekki til ný útgáfa, heldur verður úgáfan einungis uppfærð með nýjum/viðbættum svörum.

Dæmi um spurningalista sem er svarað aftur. Gömu gildin eru sýnileg og hægt er að uppfæra þau.

Sjá svör spurningalista sem hefur verið svarað

Hægt er að sjá svör sem hefur verið svarað með því að smella á “Svör” úr “Svör við spurningalistum” töflunni. Spurnigalistinn birtist þá með þeim spurningum og svörum sem gerð voru á þeim tíma sem listanum var svarað. Ekki er hægt að uppfæra svörin þegar þessi aðgerð er valin.
Til þess að sjá svör frá eldri spurningalistum þarf að smella á “Eldri” sem er lengst til hægri á töflunni “Svör við spurningalistum”, velja útgáfu þaðan og ýta á “Svör”.

Sjá niðurstöður spurningalista sem hefur verið svarað

Til þess að sjá niðurstöður spurningalista þarf að smella á “Niðurstöður” úr töflunni “Svör við spurningalistum”. Þarna er hægt að sjá stigagjöf fyrir hverja spurninga og hvaða stig viðskiptavinur hlaut fyrir hverja spurningu.

Til þess að sjá niðurstöður frá eldri spurningalistum þarf að smella á “Eldri” sem er lengst til hægri á töflunni “Svör við spurningalistum”, velja útgáfu þaðan og ýta á niðurstöður úr þeirri töflu.

Sjá svör spurningalista sem hefur verið svarað á PDF formi

Möguleiki er á því að taka út spurningar og svör við spurningalistum á PDF formi. Það er gert með því að smella á “PDF” takkann sem er til hægri á “Svör við spurningalistum” töflunni. Ef PDF er tekið út frá hæfismati fær notandi val um að taka út PDF með hæfismati og tilhlýðaleikamati(ef því hefur verið svarað) eða einungis hæfismatinu. Hægt er að taka út PDF á þremur mismunandi tungumálum(íslensku, ensku og pólsku).

Til þess að taka út PDF frá eldri spurningalistum þarf að smella á “Eldri” sem er lengst til hægri á töflunni “Svör við spurningalistum”, velja útgáfu þaðan og ýta á PDF.