/
Áreiðanleikakannanir - KYC

Áreiðanleikakannanir - KYC

Hvíla á þér skyldur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka?

KYC kerfið er hannað fyrir tilkynningaskylda aðila til að framkvæma áreiðanleikakannanir á skilvirkan hátt og öðlast góða yfirsýn á viðskiptavinum í samræmi við gildandi lög.

Áreiðanleikakönnun á lögaðilum

Góð yfirsýn

Haldið utanum alla viðskiptavini á einum stað og sjálfvirk áminning þegar þörf er á nýrri könnun. Allar aðgerðir eru skráðar og aðgengilegar gagnvart eftirlitsaðilum.

KYC skýrsla sótt

Skýrsla sótt úr Hlutafélagaskrá [til RSK] með gildandi skráningu og raunverulegum eigendum, fyrir hvert félag eða mörg í einu.

Aðilar sanni á sér deili

Tengiliður er skráður en sá þarf að hafa heimild til að koma fram f.h. lögaðila. Þá er valkvætt að senda beiðni á aðra prókúruhafa lögaðila sem skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

Áreiðanleikakönnun send

Áreiðanleikakönnun er send út á skráðan tengilið. Tölvupóstur er sendur út í nafni tilkynningarskylds aðila með hlekk á könnun. Tengiliður skráir sig inn með rafrænum skilríkjum og svarar spurningalista.

Sjálfvirk PEP uppfletting

Sjálfkrafa PEP uppfletting um stjórnmálaleg tengsl virkjast þegar svör við áreiðanleikakönnun eru móttekin. Uppfletting fer fram á tengilið og raunverulegum eigenda ef um lögaðila er að ræða.

Áhættumat skráð

Áhættumat er skráð handvirkt eða sjálfvirkt með litakóða ásamt athugasemdum þegar öll gögn liggja fyrir, fyrir hvern viðskiptavin eða marga í einu. Hægt er að hlaða upp allt að 5 skjölum við niðurstöður könnunar.

 

Stofna viðskiptavini

Fyrsta skref er að stofna viðskiptavini en það er hægt að gera á tvenna vegu. Annars vegar að stofna hvern viðskiptavin með kennitölu (val: og skilalykli) undir Fyrirtækin mín. Hins vegar er hægt að flytja inn Excel skjal með öllum kennitölum viðskiptavina í einu (val: og skilalykli). Þá er hægt að velja umsjónaraðila fyrir hvern viðskiptavin en hægt er að velja á milli skráðra starfsmanna í kerfinu.

 

 

Framkvæmd áreiðanleikakannana

Á svæðinu Áreiðanleikakannanir í aðalvalmynd má nú sjá þá viðskiptavini sem hafa verið stofnaðir. Til að framkvæma aðgerðir þarf að haka í hvert félag, eitt eða fleiri, eftir því sem á við. Því næst er áreiðanleikakönnun framkvæmd í þeirri röð sem lýst er á síðunni.

 

1. Sækja KYC skýrslu úr Hlutafélagaskrá með raunverulegum eigendum.

Fyrsta skref við framkvæmd áreiðanleikakönnunar á félagi er að sækja KYC skýrslu. Skýrslan inniheldur gildandi skráningu úr Hlutafélagaskrá + raunverulega eigendur, og er sótt beint til RSK. Hægt er að sækja skýrsluna fyrir eitt félag eða mörg í einu. Skýrslan birtist í töflu þegar hún hefur verið sótt, ásamt dagsetningu.

 

2. Skrá réttan tengilið félags og netfang.

Næsta skref er að skrá tengilið félags, en sá verður að hafa lagalega heimild til að koma fram fyrir hönd félagsins. Í vali á tengilið eru sjálfkrafa þeir í boði sem heimild hafa skv. sóttri KYC skýrslu. Netfang þarf einnig að skrá. Þegar tengiliður hefur verið skráður virkjast áreiðanleikakönnun í Hluthafaskrá, og er aðgengileg viðkomandi við rafræna innskráningu.

Erlendir aðilar / ekki með rafræn skilríki:

Ef tengiliður félagsins er erlendur eða aðili sem ekki hefur rafræn skilríki er hægt að velja “Annar” og haka við “Erlendur aðili / ekki með rafræn skilríki”.

Prókúruhafar sanni á sér deili með rafrænni innskráningu er valkvætt. Ef það er valið þá birtast þau nöfn sem skráð eru sem prókúruhafar samkvæmt KYC skýrslu. Það þarf að setja inn netföng hjá þessum aðilum og fá þeir sendan póst þar sem þeir eru beðnir um það að sanna á sér deili með rafrænni innskráningu þegar smellt er á Senda tilkynningu.

3. Senda út tilkynningu um könnun.

Þriðja skref er að [senda tilkynningu] á viðkomandi til að gera honum viðvart um að svara könnun. Framkvæma má þessa aðgerð endurtekið ef þörf krefur sem ítrekun eða áminning. Eina og sama könnunin bíður viðkomandi í kerfinu óháð hversu oft tilkynning er send. 

Erlendir aðilar / ekki með rafræn skilríki:

Tilkynning sem bæði er á íslensku og ensku inniheldur hlekk inn á spurningalista sem er virkur í tvær vikur. Hægt er að endursenda tilkynningu til að endurvirkja hlekkinn. Spurningalisti er í boði á íslensku og ensku. Afrit af skilríkjum er hlaðið upp samhliða því að svara spurningum.

 

 

4. Skrá áhættumat með litakóða.

Áhættumat á viðskiptavinum er í boði sjálfvirkt út frá svörum úr áreiðanleikakönnun. Vakin er athygli á að sjálfvirkt áhættumat er einungis tillaga og því mikilvægt að fara vel yfir svarlista úr könnun. Til að virkja sjálfvirkt áhættumat þarf að haka í þau félög sem hafa svarað könnun og velja sjálfvirkt áhættumat. Alltaf er þó hægt að skrá áhættumat handvirkt. 

Hægt er að hlaða upp allt að 5 skjölum á hvern viðskiptavin. Skjöl eru hengd á svarlista ef þörf er á viðbótargögnum.  

 

 

Áreiðanleikakönnun á einstaklingum

Framkvæmd áreiðanleikakönnunar á einstaklingum fer fram með svipuðu móti og á lögaðilum en í færri skrefum.

1. Stofna viðskiptavini

Fyrsta skref er að stofna viðskiptavini en það er gert - á svæði einstaklinga í Áreiðanleikakannanir - með því að velja gula hnappinn til vinstri “Bæta við einstaklingi”. Fylla þarf út kennitölu einstaklings og netfang. Þá er hægt að velja umsjónaraðila fyrir hvern viðskiptavin en hægt er að velja á milli skráðra starfsmanna í kerfinu. Áreiðanleikakönnun virkjast sjálfkrafa í Hluthafaskrá, og er aðgengileg viðkomandi við rafræna innskráningu.

 

2. Senda út tilkynningu um könnun.

Annað skref er að [senda tilkynningu] á viðkomandi til að gera honum viðvart um að svara könnun. Framkvæma má þessa aðgerð endurtekið ef þörf krefur sem ítrekun eða áminning. Eina og sama könnunin bíður viðkomandi í kerfinu óháð hversu oft tilkynning er send. 

 

3. Skrá áhættumat með litakóða

Áhættumat á viðskiptavinum er í boði sjálfvirkt út frá svörum úr áreiðanleikakönnun. Vakin er athygli á að sjálfvirkt áhættumat er einungis tillaga og því mikilvægt að fara vel yfir svarlista úr könnun. Til að virkja sjálfvirkt áhættumat þarf að haka í þá einstaklinga sem hafa svarað könnun og velja sjálfvirkt áhættumat. Alltaf er þó hægt að skrá áhættumat handvirkt. 

 

 

Ef spurningar vakna eða ef þú vilt koma ábendingu á framfæri er hægt að hafa samband á help@hluthafaskra.is