Umsjón samninga


Í kerfinu er hægt að skilgreina samninga. Umsjón samninga er hægt að nálgast undir "Umsjón→ Samningar" efst á forsíðunni.


Nýr samningur

Til þess að búa til nýjan samning þarf að smella á "Nýr samningur" efst í hægra horni frá yfirlitssíðu samninga. Þar er hægt að skilgreina fyrir hvaða tegund viðskiptavinar samningurinn er fyrir, hvort nauðsyn sé að samþykkja hann og hvort að samningurinn sé virkur. Auk þess sem hægt er að senda samning inn á rafrænu - eða textaformi. Viðskiptavinir þurfa að samþykkja nýjan samning.

Virkir samningar

Virkir samningar eru sýnilegir undir flipanum "Virkir samningar" á yfirlitssíðu saminga. 

Hægt er að ýta á samning og fá þá upp valmynd sem gerir notanda kleift að breyta samningnum, eða þá úftæra nýja útgáfu af samningnum. 

Hægt er að afhaka við "Virkur" boxið. Þá verður samningurinn óvirkur og færist yfir í "Óvirkir samningar" flipann.

Óvirkir samningar

Óvirkir samningar eru sýnilegir undir flipanum "Óvirkir samningar" á yfirlitssíðu samninga.

Óvirkir samningar birtast ekki hjá viðskiptavinum. 

Eldri útgáfur samninga

Eldri útgáfur samninga má finna undir "Eldri útgáfur samninga" á yfirlitssíðu samninga.

Þegar ýtt er á "Ný útgáfa" á virkum samning þá uppfærist útgáfunúmer samningsins á yfirlitssíðunni og eldri útgáfa samningsins færist yfir í "Eldri útgáfur saminga". Viðskiptavinir þurfa ekki að samþykkja nýja útgáfu samnings ef þeir hafa nú þegar samþykkt eldri gerðina.