Notendahjálp

 

 

Hér má finna lausnir við algengum vandamálum.

Vinsamlegast hafið samband við help@kodi.is ef önnur vandamál koma upp.

 

 

KODIAK flipi birtist ekki

GeniusExcel viðbótin er óvirk. Þá þarf að opna File - Options - Add-ins í Excel.

Neðst á síðunni þarf að velja Disabled Items í dropdown glugganum og smella á Go…
Næst er hakað við Kodiak Excel Functions, ýtt á Enable og endurræst Excel.

Ef KODIAK Excel er ekki undir Disabled Items þá þarf að velja COM Add-ins í dropdown listanum, smella á Go… og haka við GeniusExcel þar. Þá þarf að endurræsa Excel.

Ef GeniusExcel add-in ið finnst ekki undir Disabled Items eða Inactive Application Addins þá þarf að loka Excel.

Fara í Start - skrifa appwiz.cpl og smella á enter.

Þá á að koma upp Programs and Features gluggi.

Þar þarf að hægrismella á KODIAK Excel og velja Repair.

Ræsa aftur Excel og skoða hvort það birtist ekki í listanum yfir Application Add-ins.

 


KODIAK flipi dettur út

Nokkrar leiðir sem hægt er að prófa:

  1. Endurræsa vélina.

  2. Loka öllum Excel gluggum.
    Fara í Start - skrifa appwiz.cpl og smella á enter.
    Þá á að koma upp Programs and Features gluggi.
    Þar þarf að hægrismella á KODIAK Excel og velja Repair.
    Endurræsa Excel.

  3. Opna File - Options - Add-ins í Excel.
    Neðst á síðunni þarf að velja Disabled Items í dropdown glugganum og smella á Go…
    Næst er hakað við Kodiak Excel Functions, ýtt á Enable og endurræst Excel.

 


#NAME?

Villan #NAME? birtist í reit. Excel finnur ekki fallið sem verið er að kalla á.
Opna þarf File - Options - Add-ins í Excel.

Neðst á síðunni þarf að velja Excel Add-ins í dropdown glugganum og smella á Go…
Næst er hakað við Kodiak Excel Functions, ýta á OK og endurræst Excel.

Ef GeniusExcel viðbótin er ekki á listanum þarf að fara í C:\Program Files (x86)\Kodi\KODIAK Excel og opna skrá sem heitir GeniusExcel.vsto og endurræsa Excel.


#VALUE!

Villan #VALUE! birtist í reit. Þetta merkir að upp kom villa, til þess að fá raunverulegu villuna þá þarf að skoða eftirfarandi.

Farðu í Kodiak flipann - Logs og skoðaðu Function Log og/eða Query Log. Þá sést raunveruleg villa í Result.

 

Hægt er að velja Open Logs Folder og senda skjal með öllum loggnum á help@kodi.is til frekari villlugreiningar.


KODIAK Excel frýs eða hrynur

Algengasta ástæða þess að KODIAK Excel frýs eða hrynur er notkun á volatile föllum.
Til dæmis notkun á föllunum =NOW() eða =TODAY()
Best er að nota KODIAK föllin =GeniusNow() og GeniusToday() í staðinn.

 


KODIAK Excel frýs þegar opnað er Settings

Ef KODIAK Excel frýs hjá notenda með fleiri en einn skjá þegar Settings glugginn er opnaður, gæti verið að Excel sé að birta Settings gluggan á öðrum skjá en þeim sem er með Excel opinn á.
Færa þarf Excel yfir á hinn skjáinn, þá birtist Settings glugginn aftur og hægt er að setja inn viðeigandi upplýsingar.

 


KODIAK föll virka ekki en KODIAK runur virka

Nokkrar ástæður gætu legið að baki. Hér eru skref sem mögulega gætu hjálpað.

  1. Uppfæra KODIAK Excel, með því að velja Update Kodiak Excel í KODIAK flipanum.

  2. Undir C:\Users\(notendanafn)\AppData\Roaming\Kodi\KodiakExcel er skrá sem heitir GeniusFunctions.dna. Breyta þarf nafninu á skránni og uppfæra KODIAK Excel.

  3. Ef föll virka ekki almennt, hjá öðrum notendum líka, er best að hafa samband við help@kodi.is

 


Villumelding - "UnauthorizedAccessException"

Eftirfarandi villumelding kemur upp þegar reynt er að uppfæra KODIAK Excel, vegna réttindastillingar á Excel.

Opna þarf staðsetingu Excel skránnar, hægri smella á skránna og velja Run as Administrator. Þá er hægt að uppfæra KODIAK Excel.

 


Villumelding - “GeniusExcelAddin.xla could not be found”

Opna þarf File - Options - Add-ins í Excel.

Neðst á síðunni þarf að velja COM Add-ins í dropdown glugganum og smella á Go…
Fjarlægja þarf þá skrá sem gefin er upp í villumeldingunni með því að smella á Remove. Hægt er að sjá staðsetingu skránnar við hlið Location.

Excel spyr hvor fjarlægja eigi viðbótina þar sem skráin finnst ekki, þá er smellt á Yes. Villan ætti ekki að koma upp aftur eftir að Excel er endurræst.

 


Villumelding - “Unable to open”

Eftirfarandi villumelding kemur upp þegar KODIAK Excel netþjónninn er dottinn út.

Þá þarf að opna File - Options - Add-ins í Excel.

Neðst á síðunni þarf að velja Disabled Items í dropdown glugganum og smella á Go…
Næst er hakað við Kodiak Excel Functions, ýtt á Enable og endurræst Excel.

Einnig er hægt að opna KODIAK Excel setup skránna og smella á Repair KODIAK Excel.

 


Vantar möppur

Ef notandi sér eingöngu möppurnar Hagstofa og Utilites þarf að skrá inn notendanafn og lykilorð á serverinn.

 

  1. Opna Kodiak Fjármálaþjónustur fyrir Excel serverinn.

  2. Slá inn notendanafn og lykilorð, smella á Update.

  3. Endurræsa Excel.

  4. Þá ættu allar þjónusturnar að koma upp.

 


Villumelding - “The file format and extension of ‘GeniusFunctions.xll' don't match. ”

The file format and extension of ‘GeniusFunctions.xll' don't match.The file could be corrupted or unsafe. Unless you trust it’s source, don’t open it. Do you want to open it anyway?

Opna þarf File - Options - Add-ins í Excel.

Neðst á síðunni þarf að velja Excel Add-ins í dropdown glugganum og smella á Go…
Taka þarf hakið úr Geniusfunctions og smella á OK.

Villan ætti ekki að koma upp aftur eftir að Excel er endurræst.