Þjónustuborð (Service Desk)

Þjónustuborð notandi (Service Desk) er skráður af umsjónarmanni notenda (User Creator). Hann getur allt það sama og sölumaður (Sales) nema eftirfarandi:

  • Breytt tilboði viðskiptavinar

  • Eytt tilboði viðskiptavinar

  • Séð öll tilboð í útboðum

  • Sótt yfirlit í excelskjali yfir tilboð í útboðum sem sölumaðurinn hefur aðgang að.

  • Séð útlutanir útboða sem sölumaðurinn hefur aðgang að.

 

Service desk notandi getur gert eftirfarandi:

  • Séð yfirlit útboða

  • Búið til nýtt aðgangsorð fyrir viðskiptavini ef það hefur týnst.

  • Búið til nýjan almennan notanda.

  • Farið yfir skrá ('Logga') notanda og séð sögu hans, hvaða breytingar hann hefur gert og hvaða útboðum hann hefur tekið þátt í. 

Frekari útskýringar á aðgerðum er hægt að sjá síðu sölumanns hér.