Um IPO.is

IPO.is er þjónusta fyrir fjármálafyrirtæki þar sem hægt er að stofna og hafa umsjón með hlutafjárútboðum.

Með því að nota IPO.is losna fjármálafyrirtæki við að smíða vef fyrir hvert útboð sem farið er í.

Á IPO.is getur almenningur og fyrirtæki skoðað upplýsingar um útboð og skráð sig fyrir þátttöku.

Ferlið 

Umsjónarmaður notenda (User Creator) getur búið til aðgang fyrir eftirfarandi notendur kerfisins: Umsjónarmenn notenda, Umsjónarmenn útboða, Sölumenn og Eignastýringaraðila.

Admin / Umsjónarmaður útboða býr til útboð.

Sölumaður  getur búið til nýtt aðgangsorð fyrir viðskiptavini, skoðað logga yfir allar breytingar í útboði, séð hverjir hafa tekið þátt í útboði, breytt tilboði fyrir viðskiptavin eða eytt tilboði frá viðskiptavini. Sölumaður getur líka sótt tilboðin í excelskjali.

Almennur notandi getur skráð sig á ipo.is fyrir aðgangi og fengið lykilorð sent til sín í netbanka. 

Eignastýringaraðili (Asset Manager) getur sent inn tilboð fyrir viðskiptavini sína, einnig breytt og eytt tilboðum sem hann hefur sent inn. 

Þjónustuborð (Service desk) getur gert allt það sama og sölumaður nema: breytt tilboði viðskiptavinar, eytt tilboði viðskiptavinar, séð öll tilboð í útboðum, sótt yfirlit í excelskjali yfir tilboð í útboðum sem sölumaðurinn hefur aðgang að, séð útlutanir útboða sem sölumaðurinn hefur aðgang að.