Þátttakandi útboðs
Með IPO.is getur hver sem er verið þátttakandi í útboði. Sá sem vill taka þátt í útboðinu fer inn á forsíðu ipo.is og þar má sjá yfirlit yfir öll útboð sem eru opin þá stundina.
Neðst á síðunni er síðan hægt að skrá sig inn í IPO kerfið til að taka þátt í útboðinu, eða, ef þátttakandinn hefur ekki tekið þátt áður, búið til nýja skráningu.
Nýskráning
Þegar þátttakandi skráir sig inn í fyrsta sinn á ipo.is slær hann inn kennitöluna sína í nýskráningarboxið neðst á forsíðunni eða nýskráir sig með rafrænu skilríki.
Ef nýskráning fer fram með kenntölu þá er lykilorð sent í heimabanka umsækjandans undir nafni Almennt útboð - aðgangur
Hjá Arion banka, Landsbanka, Byr, MP banka, og sparisjóðum er lykilorðið undir Yfirlit > Rafræn skjöl.
Hjá Íslandsbanka er það undir Yfirlit > Netyfirlit.
Athugið að það getur tekið nokkrar mínútur fyrir lykilorðið að birtast í netbankanum.
Um leið og lykilorð hefur fengist getur þátttakandi skráð sig undir Innskráning.
Ef nýskráning fer fram með rafrænu skilríki skráist þátttakandi um leið inn í kerfið.
Að skrá sig inn
Neðst á forsíðunni er box þar sem hægt er að slá inn notandanafn, sem í tilfelli þátttakanda í útboði er kennitala hans. Lykilorð er síðan slegið inn. Lykilorð þátttakanda var sent við nýskráningu í einkabanka, en ef lykilorð hefur týnst er best að hafa samband við sölumann innan viðskiptabanka og hann útvegar nýtt lykilorð.
Einnig er hægt að skrá sig í inn í kerfið með rafrænu skilríki.
Hægt er að skrá sig inn bæði á forsíðu ipo.is og undir hverju útboði fyrir sig.
Þátttaka (Skref 1 af 3)
Þegar þátttakandi hefur skráð sig inn getur hann tekið þátt í útboði. Með því að smella á 'Taka þátt' hnappinn hjá útboðinu opnast síða útboðsins.
Hér má finna allar helstu upplýsingar um útboðið, ásamt skilmálum sem þátttakandi verður að samþykkja vilji hann taka þátt í útboðinu.
Fylla verður út öll box, velja vörsluaðila og uppfylla öll skilyrði útboðsins áður en haldið er áfram.
Þátttaka (Skref 2 af 3)
Skref 2 sýnir þátttakanda þær upplýsingar sem hann hefur fyllt inn svo hann geti farið yfir þær og staðfest að þær séu allar réttar. Ef allt er eins og það á að vera er smellt á 'Staðfesta'.
Þátttaka - (Skref 3 af 3).
Þegar upplýsingarnar hafa verið staðfestar eru þær sendar inn til útboðshaldara og staðfestingarskilaboð birtast.
Staðfesting er einnig send á tölvupóstfangið sem gefið var upp og í heimabankann.
Þá er ekkert annað eftir en að skrá sig út eða skrá nýtt tilboð í útboðinu.
Listi yfir eigin skráningar
Hægt er að sjá eigin tilboð/skráningar í útboðum hægt er að nálgast þau með því að smella á "Mínar skráningar" eða þegar smellt er á 'Taka þátt' á útboði þá birtast eigin skráningar efst á síðunni sem og skráningar frá eignastýringu.