/
Svara Áreiðanleikakönnun

Svara Áreiðanleikakönnun

Tilkynningarskyldum aðilum (t.d. endurskoðendur og lögmenn) ber skylda skv. lögum nr. 140/2018 að kanna áreiðanleika viðskiptamanna sinna. Þetta er gert með framkvæmd áreiðanleikakönnunar.

Sem viðskiptamaður hefur þú tvær leiðir til að svara áreiðanleikakönnun:

 

  1. Tölvupóstur

 

image-20240823-092335.png
  • Þú ýtir á hnappinn “Áreiðanleikakönnun” í póstinum, skráir þig inn með rafrænum skilríkjum og ferð þá beint inn á áreiðanleikakönnunina.

image-20240823-092443.png
  •  Eftir að hafa svarað spurningum eftir bestu getu þarf að ýta á “Skila inn” og þá hefur þú lokið áreiðanleikakönnuninni.

 

  • Ef þú ert að svara áreiðanleikakönnun fyrir hönd lögaðila bætast við fleiri spurningar t.d. varðandi viðskipti við ósamvinnuþýð ríki og staðfestingu á raunverulegum eigendum og upplýsingum úr fyrirtækjaskrá.

 

  • Erlendur aðili:

    • Tilkynning sem er bæði á íslensku og ensku inniheldur hlekk inn á spurningalista sem er virkur í tvær vikur. Spurningalisti er í boði á íslensku og ensku. Skila þarf inn Afrit af persónuskilríkjum til að sanna á sér deili samhliða því að svara spurningalistanum.

    • Erlendir lögaðilar þurfa einnig að hlaða upp vottorði úr viðeigandi fyrirtækjaskrá í því landi sem lögaðilinn er skráður.

 

 

  1. Innskráning með rafrænum skilríkjum á www.hluthafaskra.is

 

  • Þú getur farið beint á Hluthafaskra.is - eftir innskráningu með rafrænum skilríkjum er ýtt á rauða hnappinn “Svara áreiðanleikakönnun” sem vísar þér beint á ósvaraðar kannanir.

 

 

Ef spurningar vakna eða ef þú vilt koma ábendingu á framfæri er hægt að hafa samband á help@hluthafaskra.is