Hér má finna lausnir við algengum vandamálum.
Vinsamlegast hafið samband við help@kodi.is ef önnur vandamál koma upp.
Rauntímagögn birtast ekki
Það geta verið nokkrar ástæður fyrir því að rauntímagögn birtast ekki. Hér að neðan er listi yfir skref sem mögulega geta hjálpað.
Þú ert ekki í Premium áskrift. Hér eru upplýsingar um hvernig hægt er að skrá sig í Premium áskrift.
Þú ert ekki skráð/ur inn á réttan notenda. Með því að smella á „Um appið” undir „Stillingar” sést hvaða notandi er skráður inn.
Þú átt eftir að uppfæra í nýjustu útgáfu. Með því að smella á „Um appið” undir „Stillingar” sést hvaða útgáfa er uppsett. Hægt er að uppfæra í nýjustu útgáfu Keldan app inn á App Store og Google Store.
Þú ert í áskrift, skráð/ur inn á réttan notenda og með nýjustu útgáfu. Smelltu á „Mínar stillingar” undir „Stillingar” og í framhaldinu á punktana þrjá efst í hægra horninu og velur „Endurheimta áskrift”.