Eignastýringaraðili (Asset Manager)

Eignastýringaraðili er skráður af umsjónarmanni notenda (User Creator). Hann getur:

  • Tekið þátt í útboðum fyrir hönd viðskiptavina sinna með því að hlaða inn skrá, til þess að senda inn mörg tilboð í einu.
  • Séð yfirlit yfir öll tilboð sem hann hefur sent inn í hvert útboð.
  • Getur eytt og breytt tilboðum sem hann hefur sent inn.

Að taka þátt í útboðum

Eignastýringaraðili getur tekið þátt í útboðum fyrir viðskiptavini sína, þegar eignastýringaraðilinn skráir sig inn sér hann öll opin út boð. Til þess að byrja skráningu á tilboðum velur aðilinn 'Taka þátt'.

Hægt er að hlaða inn skrá með lista af tilboðum viðskiptavina viðkomandi eignastýringaraðila.

Þegar hlaðið er inn úthlutunarskjali kemur upp ný síða sem birtir villur ef villur voru í skjalinu, hægt er að breyta skránni á tölvunni vista skjalið og velja 'Endurhlaða skrá' þá er sömu skrá hlaðið inn aftur.

Þegar engar villur eru í skjalinu birtist listi yfir allar úthlutanir í skjalinu sem þarf að staðfesta.

Yfirlit yfir eigin skráningar

Með því að smella á 'Mín tilboð', er hægt að sjá lista yfir allar eigin skráningar í útboðum. Einnig er hægt að breyta og eyða tilboðum sem hlaðið hefur verið inn á síðuna.