Nýtt útboð


Þegar nýtt útboð er búið til opnast síða sem inniheldur fjölmörg box sem öll þarf að fylla út, nema það seinasta (útdráttur á íslensku og ensku). 


  1. Titill útboðsins er fyrst færður inn í öllum föllum. Þetta er gert til að hjálpa útboðstextanum að vera málfræðilega réttur. 

  2. Valið er á milli hvort útboðið sé fyrir Hlutabréf eða Skuldabréf.

  3. Næst er fyllt út áframsendingar netslóð útboðsins. Þetta er síðan sem þátttakandi er sendur á þegar hann skráir sig út úr IPO- kerfinu. 

  4. Næst er ákveðið hvort útboðið á að vera sýnilegt. Ef ekki er hakað við þetta box kemur útboðið ekki fram á forsíðu IPO.is. Eins, ef útboðshaldari vill fjarlægja útboð (t.d. til að framkvæma breytingar) þá er hægt að afhaka boxið. 

  5. Tegund útboðs er síðan skilgreind, þ.e, hvort útboðið sé á:

    1. Föstu gengi fyrir hlutabréf eða fastri ávöxtunarkröfu fyrir skuldabréf.

    2. Ákveðnu verðbili (hámarks- og lágmarksgengi) eða ávöxtunarkröfu bili fyrir skuldabréf.

    3. Lágmarksgengi fyrir hlutabréf (ekkert hámarksgengi) eða hámarks ávöxtunarkröfu (engin lágmarks ávöxtunarkrafa) fyrir skuldabréf.

  6. Ef útboðið á að vera forgangsútboð er hakað í þetta box. Þá kemur möguleikinn að hlaða inn skrá með kaupréttarhöfum.

  7. Ef hakað er í “Með kauprétt” er hér hlaðið inn skrá með kaupréttarhöfum. Sniðmát kaupréttarhafa

  8. Næst er lágmarksgengi bréfanna fyllt inn.

    1. Ef um hlutabréf er að ræða er fyllt inn lágmarks gengi útboðsins.

    2. Ef um skuldabréf er að ræða er fyllt inn hámarks ávöxtunarkröfu útboðsins í prósentum.

  9. Ef bréfin eiga að vera á ákveðnu verðbili eða ávöxtunarköfu bili er hámarksgengi eða lágmarks ávöxtunarkrafa fyllt inn hér.

  10. Hágmarks upphæð á hverju tilboði þátttakanda útboðsins.

  11. Hámarks upphæð á hverju tilboði þátttakanda útboðsins.

  12. Hámarks heildarupphæð allra tilboða hvers þátttakanda útboðsins.

  13. Hámarks heildarfjöldi hluta per þátttakanda útboðsins.

  14. Hámarks fjöldi tilboða per þáttakanda útboðsins.

  15. Ef útboðshaldari vill að þátttakendur sjái checkbox og geti hakað í það til að fá greiðsluseðil sendan í pósti skal haka í þetta box. Ef þátttakandi hakar í box geta Sales-notendur sem hafa aðgang að útboðinu séð þær upplýsingar. Ekki skal haka í þetta box nema ætlunin sé að fara yfir bid og senda greiðsluseðil sérstaklega í pósti til þeirra sem þess óska.




Opnunar og lokunartími útboðsins er síðan skilgreindur. Þegar smellt er í boxin opnast flipi þar sem hægt er að velja dagssetningu og tíma opnunar og lokunar. Nákvæm tímasetning er ákveðin með því að draga sleðann eftir stikunni. 

Slóð er hlekkur á netsíðu sem umboðsaðili útboðsins getur valið. Þetta getur t.d. verið slóð á fréttatilkynningu eða heimasíðu útboðshaldara eða banka.

Undir Lógó er hægt að upphala mynd sem fylgir útboðinu, t.d. lógó fyrirtækisins sem er til útboðs. Lógó koma best út í smærri upplausnum, gott viðmið er 300 x 300 pixlar.

Boxin fyrir skilmála, úthlutunarupplýsingar og greiðsluupplýsingar þurfa að vera útfyllt, bæði á íslensku og ensku. Seinustu boxin, Útdráttur og útdráttur á ensku eru valkvæð og þarfnast ekki útfyllingar, en það getur verið hjálplegt fyrir þátttakendur útboðsins að hafa stuttan útdrátt með upplýsingum. 

Hægt er að velja á milli fjögurra leturgerða fyrir textann í útboðinu. Möguleikarnir eru arial, verdana, lucida sans og calibri

Fyrirsagnir boxana má gefa viðeigandi lit eftir höfði útboðshaldarans. Möguleikarnir í litum geta farið eftir nokkrum leiðum; hexgildi (#FFAABB, #FAB) rgb gildi (rgb(00, 00, 254), rgba gildi (rgba(00, 99, 254, 0.3) eða css texta skilgreiningu. Með css texta skilgreiningu má slá inn nafn viðeigandi litar á ensku í boxið og þá kemur sá litur fram. Frekari skilgreiningar á litum í hex og í CSS má finna hér - 

 - HEX á w3schools.com

 - CSS litanöfn á w3schools.com

Við hvetjum fólk til að gera tilraunir með litanöfnin. DarkSalmon gefur t.d. fallegan laxableikan lit. 

Að lokum er hægt að velja hver hefur aðgang að útboðinu.  Halda þarf inni 'ctrl' takkanum og smella á þá notendur sem eiga að hafa aðgang að útboðinu, ef velja þarf marga notendur.

Þegar allt hefur verið útfyllt eftir útboðshaldarans höfði er ekkert að vanbúnaði en að ýta á 'Búa til' hnappinn. Þá vistast útboðið og forsíða IPO.is opnast.