Admin / Umsjónarmaður útboða

Admin / Umsjónarmaður útboða sér um nýskráningu útboða í IPO ásamt því að geta fylgst með og breytt útboðum sem þegar eru í gangi. 

Þegar umsjónarmaður útboða opnar IPO fær hann upp lista af útboðum sem eru þegar í kerfinu. 

ÚtboðNafn útboðs
OpnunHvenær útboð opnar fyrir viðskiptum
LokunHvenær útboð lokar fyrir viðskiptum
LágmarksgengiLágmarksgengi útboðs (hámarkskrafa ef um skuldabréf er að ræða), ef það var tekið fram við skráningu.
HámarksgengiHámarksgengi útboðs (lágmarkskrafa ef um skuldabréf er að ræða), ef það var tekið fram við skráningu.
Stofnað afHver stofnaði útboðið.
Fjöldi sölumannaFjöldi þeirra sölumanna sem hafa aðgang að útboðinu.
BreytaHægt er að breyta útboðinu með því að smella á Breyta.
AðgangurHægt er að búa til aðgangsstýringar lista á útboðinu með því að smella á Aðgangur.
HluthafalistiHægt að skilgreina lista af þeim hluthöfum sem fá forgang í útboðið.

Nýtt útboð

Þegar umsjónarmaður útboða vill skrá nýtt útboð getur hann smellt á 'Nýtt útboð' hnappinn efst á síðunni. 

Þá opnast þessi síða. [Nýtt útboð]. 

Aðgangslistar

Umsjónarmaður útboða getur búið til og breytt aðgangslistum að hverju útboði fyrir sig, þar sem þeir notendur sem eru aðgangslistanum geta ekki tekið þátt í útboðinu. Með því að smella á "Aðgangurvið útboðið sem umsjónarmaður hyggst breyta/búa til aðgangslista fyrir.

Þar er hægt að búa til nýjann, breyta og/eða eyða aðgangslistum.

Eftir að er búið að velja annað hvort "Breyta" eða "Nýr listi" birtist ný síða þar sem hægt er að breyta eða búa til aðgangslista. Hægt er að nefna listana mismunandi heitum og skrifa inn mismunandi skilaboð til mismunandi aðgangslista. Einnig er hægt að vera með tímabundinn aðgangslista þar sem útboðið er opið þeim sem er á listanum í tiltekinn tíma. Bætt er við notendum á aðgangslistann með því að slá inn kennitölu viðkomandi. Hægt er að afrita lista úr excel og líma inn í útfyllingarformið til þess að bæta við mörgum notendum í einu.

Vörsluaðilar


Til að skrá og velja vörsluaðila þarf að smella á vörsluaðila takkann efst á síðunni.  

Þá opnast flipi með þeim vörsluaðilum sem þegar hafa verið skráðir. 

Hægt er að breyta uppröðun vörsluaðila með því að breyta númeri vörsluaðilans í 'Röðun' og velja 'Breyta'.

Til að skrá nýjan vörsluaðila er smellt á 'Nýr vörsluaðili' hnapppinn í neðra hægra horninu. 

Þá er hægt að skrá nýjan vörsluaðila, merkja við hvort hann sé virkur og hvar hann er raðaður í útboðinu.

Hér er vörsluaðilinn Baggabotns Banki, hann er virkur í útboðinu og hann verður efstur af þeim vörsluaðilum sem birtast.

Hægt er að gera vörsluaðilann óvirkan og breyta röðun hans eftir skráningu.