Tilhlýðileikamöt

Admin/umsjónaraðili getur bætt við tilhlýðileikamati:

Þegar smellt er á “Tilhlýðileikamat” í haus síðunnar fær umsjónaraðili upp lista af tilhlýðileikamötum sem hafa verið gerð. Hvenær það var gert og af hverjum, hvenær því var breytt og af hverjum og hvort það sé virkt eða ekki. Þar getur hann svo valið hvort hann vilji breyta einhverju tilhlýðileikamati eða búa til nýtt.

Þegar nýtt mat er búið til eða gömlu breytt þarf að gefa matinu nafn. Það nafn er síðan notað af umsjónaraðila þegar hann velur í útboði hvaða tilhlýðileikamat eigi að notast við.

Um leið er líka valið hvort mat sé virkt eða ekki - en einungis er hægt að velja virk möt þegar útboð er búið til eða því breytt.


Síðan koma fimm spurningar. Þær má orða á ýmsan hátt en kerfið gerir ráð fyrir að almennt snúi fyrsta spurningin að almennum skilmálum útboðs og notandi beðinn um að svara játandi eða neitandi hvort hann skilji ofangreint.

Fylla verður út spurningar og svarmöguleika á bæði íslensku og á ensku þar sem notendur kerfisins geta valið um þau tungumál.

Næsta spurning snýr að sértækari upplýsingum um útboðið og notandi aftur beðinn að staðfesta að hann hafi lesið og skilið ofangreint.

Næstu þrjár spurningar snúa svo að námi, starfsreynslu og nýlegri reynslu notanda sem viðkemur viðskiptum með hlutabréf eða áskriftarréttindum. Þar eru svarmöguleikar þrír og gert er ráð fyrir að sá fyrsti sé mikið nám/starfsreynsla/nýleg reynsla af svipuðum viðskiptum, sá næsti sé eitthver nám/starfsreynsla/nýleg reynsla af svipuðum viðskiptum og sá síðasti sé lítil eða ekkert nám/starfsreynsla eða nýleg reynsla.

 Svari notandi spurningu 1 eða 2 neitandi eða merki við lítið eða ekkert nám, litla eða enga starfsreynslu og lítil eða engin nýleg reynsla af álíka viðskiptum fær hann upp viðvörunarglugga þar sem hann er beðinn að staðfesta að hann skilji að hann beri einn ábyrgð á þátttöku sinni í útboðinu.

Með öðrum orðum fær hann upp viðvörunarglugga við eftirfarandi skilyrði:

  1. Hann svarar neitandi að hann hafi lesið og skilið almenna skilmála útboðsins (sp. 1)

  2. Hann svarar neitand að hann hafi lesið og skilið sértækar upplýsingar um útboðið (sp. 2)

  3. Hann svarar því að hann hafi ekki gengið í gegnum nám, hafi ekki starfsreynslu og hafi ekki nýlega reynslu af sambærilegum viðskiptum (sp. 3, 4 og 5 - öll þurfa að vera svarað á þennan hátt).

 

Hér er dæmi um hvernig tilhlýðileikamat gæti litið út (ath. hér á eftir að fylla út enska hlutann):

 

Fyrir notanda myndi þetta svo poppa upp þegar hann opnar útboð og hefur ekki svarað tilhlýðileikamatinu.