Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 4 Current »

Innskráning

Innskráning á http://hluthafaskra.is er með rafrænum skilríkjum í gegnum Ísland.is.

Við fyrstu innskráningu hefur einungis skráður stjórnarformaður eða prókúruhafi aðgang að sínu fyrirtæki en hann getur strax stofnað aðra notendur og þannig gefið öðrum hagsmunaaðilum aðgang að Hluthafaskrá.

Stofna notendur

Notendur eru stofnaðir í Stillingum og hægt er að skrá nýjan notanda, breyta núverandi notanda, eða eyða notanda.

Veita bókhaldsstofu aðgang að fyrirtæki

Smella á aðgangur bókara í stillingar. Velja viðeigandi bókhaldsstofu úr fellilista og smella á samþykkja.

Athugið að notandi þarf að vera með Stjórnenda aðgang til að geta veitt bókara aðgang að fyrirtæki.

Tegundir notenda

Hægt er að gefa notendum þrenns konar aðgang að kerfinu:

  1. Stjórnendaaðgangur: Hefur fullan aðgang að hluthafaskrá. Getur breytt notendum fyrirtækis og áskriftum þess. Getur veitt bókhaldsstofu aðgang að fyrirtæki.

  2. Skrifaðgangur: Skrifaðgangur veitir réttindi til þess að skoða og breyta hluthafaskrá.

  3. Lesaðgangur: Getur séð hluthafaskrá og þróun hlutafjár en ekki framkvæmt aðgerðir.

Ef fyrirtæki er í áskrift getur það veitt hluthöfum sínum lesaðgang að hluthafaskrá félagsins með því að haka í [Hluthafar geta séð hluthafaskrá] á yfirliti.

Ef vandamál koma upp með innskráningu eða notendur er hægt að hafa samband við help@hluthafaskra.is

  • No labels