Umsjón spurningalista

Í kerfinu má finna þrenns konar týpur af spurningalistum sem eru fyrir einstakling, lögaðila eða þá einstaklinga og lögaðila. Spurningalistarnir geta verið af tegundinni tilhlýðaleikamat, hæfismat eða tilhlýðaleikamat og hæfismat. Hægt er að nálgast alla spurningalista og þeirra aðgerðir undir "Umsjón→ Spurningalistar" efst á forsíðunni.

Nýr spurningalisti

Til þess að búa til nýjan spurningalista þarf einfaldlega að smella á "Nýr spurningalisti" upp í hægra horninu frá yfirlitssíðu spurningalista. Þar er m.a. skilgreint af hvaða tegund listinn ætti að vera og fyrir hvaða tegund af viðskiptavinum, auk þess sem hægt er að bæta við titli og lýsingu á allt að þremur tungumálum(íslensku, ensku og pólsku).

Fjárfestingastefnur

Til þess að búa til nýja fjárfestingastefnu innan spurningalista þarf að opna hann og ýta á "Ný fjárfestingastefna" sem finna má upp í hægra horni yfirlitssíðu tiltekins spurningalista.

Fyrir hvert Hæfismat er hægt að skilgreina Fjárfestingastefnur, t.d. "Stefna A", "Stefna B", "Stefna C", "Stefna D", "Stefna E", Þessar stefnur munu hanga á þessu eina hæfismati. Fjárfestingastefnurnar verða að vera þess eðlis að þær eru skilgreindar miðað við vaxandi áhættu, t.d. er "Stefna A" með minni áhættu en "Stefna B" o.s.frv. "Stefna A" < "Stefna B" < "Stefna C" < "Stefna D" < "Stefna E".

Þegar gert er grein fyrir spurningum og svarmöguleikum er einnig skilgreint hversu mörg stig(heiltala) hver svarmöguleiki gefur í hvaða fjárfestingastefnu.

Kaflar

Nauðsynlegt er að búa til kafla fyrir hvern flokk af spurningum/ hverja spurningu áður en spurningarnar sjálfar eru búnar til. Til þess að búa til nýjan kafla þarf einfaldlega að smella á "Bæta við kafla" sem má finna um miðja síðu undir heitinu "Kaflar". Fyrir hvern kafla er hægt að að skilgreina titil og lýsingu á allt að þremur tungumálum(íslensku, ensku og pólsku). Eftir að kafli hefur verið skilgreindur er hægt að útfæra spurningar innan hans.

Spurningar

Til þess að búa til nýja spurninga þarf að ýta á "Bæta við spurningu" sem finna má neðst til vinstri innan hvers kafla. Fyrir hverja spurningu er hægt að skrifa nafn hennar og lýsingu á þremur tungumálum, skilgreina merki/tag sem hægt er að kalla á síðar í gegnum þjónustur, flokkun spurningar t.d. áhættusækni, tímalengd o.fl., tegund spurningar sem gæti verið textbox, radiolist, radiomatrix, checboxlist o.fl. eftir því sem á við að hverju sinni. 
Hægt er að haka í "Verður að svara" en þá birtist sú spurning stjörnumerkt á spurningalistum og ekki er hægt að skilja spurninguna eftir ófyllta/ósvaraða þegar þeim spurningalista er síðar vistað og lokað.  Hakið "Nota hæsta gild í svari" breytir útreikningi á spurningunni á þann veg að í stað þess að reikna meðaltal af mögulegum svörum þá er valið hæsta gildi af þeim sem valin voru.  Þetta á einungis við fyrir "CheckboxList" spurningar.



Valmöguleikar

Hægt er að búa til nýjan valmöguleika fyrir spurningu sem er af gerðinni radiolist, radiomatrix, checkboxlist, checkboxmatrix eða dropdown. Hægt er að skilgreina hversu mörg stig hver svarmöguleiki gefur í hvaða fjárfestingastefnu.

Dæmi : Spurningin "Lýstu hvaða áhættu þú vilt að fjárfestingin hafi" með svarmöguleikunum : Stöðug ávöxtun 3-5% ávöxtun á ári : 3 stig í fjárfestingastefnu "Stefna A" Nokkur áhætta -5-15% ávöxtun á ári : 3 stig í fjárfestingastefnu "Stefna C" Mikil áhætta -20-40% ávöxtun á ári : 5 stig í fjárfestingastefnu "Stefna E" Ef fyrsti svarmöguleikinn er valinn þá fær fjárfestingastefna "Stefna A" 3 stig, og ef annar svarmöguleikinn er valinn þá fær "Stefna C" 3 stig og svo framvegis. Stigagjöfin er algjörlega valfrjáls - eitthvað sem bankinn ákveður. Þegar spurningum hefur verið svarað velur kerfið einfaldlega þá fjárfestingastefnu sem hefur fengið flest stig.

Að auki er hægt að skilgreina þak á fjárfestingastefnu á svarmöguleika. Þetta þýðir að ef svarmöguleiki, með þaki, er valinn þá mun fjárfestingastefna sem er hærri en þak-fjárfestingastefnan, aldrei vera valin sem niðurstaða, þrátt fyrir að hafa fengið flest stig. Dæmi : Spurningin "Lýstu hvaða áhættu þú vilt að fjárfestingin hafi" með svarmöguleikunum : Stöðug ávöxtun 3-5% ávöxtun á ári : 3 stig í fjárfestingastefnu A Þak á "Stefna B" Nokkur áhætta -5-15% ávöxtun á ári : 3 stig í fjárfestingastefnu C Mikil áhætta -20-40% ávöxtun á ári : 5 stig í fjárfestingastefnu E í þessu dæmi er mun viðskiptavinur aldrei fá fjárfestingastefnu sem er hærri en "Stefna B", ef hann velur fyrsta svarmöguleikann.

Linkaðar spurningar

Spurningar geta verið skilgreindar sem faldar, þangað til ákveðinn svarmöguleiki er valinn í annarri spurningu. Á þann hátt er sýnileiki einnar spurningar háð svari úr annarri spurningu. Þetta er gagnlegt þegar verið er að skilgreina spurningar sem fylgja eftir öðrum spurningum í kerfinu, t.d. "Hefur þú þekkingu á afleiðum?" - ef svarið er "Nei" þá hefst líklega ekki mikið úr því að spyrja viðskiptavin hvernig hann öðlaðist þá þekkingu. Ef viðskiptavinurinn svarar hinsvegar "Já" og búið er að skilgreina faldar, linkaðar spurningar út frá spurningunni, birtast þær spurningar og viðskiptavinur getur þ.a.l. svarað spurningum sem fjalla nánar um þekkingu hans á afleiðum.

Linkaðar spurningar eru búnar til á samahátt og venjulegar spurningar.


Spurning sem linkuð spurning ætti að vera háð er skilgreind með valmöguleikum eins og sýnt er hér að neðan.


Til þess að gera spurningu sem linkast við annan hvorn valmöguleikann þarf að skilgreina nýja spurningu á hefðbundna háttinn og velja svo spurninguna sem hún ætti að vera háð úr fellilistanum "Háð spurningu" sem sjá má frá yfirlistmynd nýju spurningarinnar. Úr þeim lista er hægt að velja úr öllum spurningum sem hafa verið búnar til í spurningalistanum. Þegar búið er að velja spurningu við hæfi koma upp þeir valmöguleikar sem hafa verið skilgreindir fyrir hana og þar er hægt að haka í þá valmöguleika sem spurningin ætti að vera linkuð við.