Grúppu Aðgangsstýring (Kínaveggir)

MiFID2 kerfið býður upp á grúppu-aðgangsstýringu undir valmyndinni
Stillingar -> Grúppu Aðgangsstýring. Grúppu aðgangur er hugsaður til að mynda kínaveggi á milli
tveggja eða fleiri deilda innan sama fjármálafyrirtækis. Til dæmis ættu starfmenn Miðlunar ekki að sjá viðskiptavini sem hafa verið stofnaðir af Eignastýringu og öfugt, og ekki sjá svör viðskiptavinarins við spurningalistum.

Til þess að skilgreina Grúppu Aðgang, er grúppa fyrir hverja deild er stofnuð í viðmótinu og er hún tengd AD grúppu (stillt af Windows admin) þeirra sem eiga að tilheyra aðgangssgrúppunni.

Þegar tvær eða fleiri grúppur hafa verið skilgreindar, geta notendur hverrar deildar farið inn á http://[mifid2.stofnun.is]/Group og þá sjá þau einungis viðskiptavini og spurningalista sem hafa verið merktir þeirri grúppu sem notandinn tilheyrir. Viðmótið sem notendur sjá, er mun einfaldara en það sem hugsað er fyrir Regluvörslu eða Admin notendur.

Dæmi :

Þrír viðskiptavinir hafa verið skilgreindir í kerfinu og Regluvörður og aðrir Admin notendur geta séð þá alla.

Einn af viðskiptavinunum var skilgreindur sem viðskiptavinur miðlunar, en ekki eignastýringar

Þegar starfsmaður Miðlunar fer inn í kerfið undir http://[mifid2.stofnun.is]/Group sér hann einungis einn viðskiptavin.

Starfsmaður Eignastýringar sér hinsvegar viðskiptavini sem hafa verið stofnaðir af eignastýringu