/
Senda póst úr Hluthafaskrá

Senda póst úr Hluthafaskrá

Hægt er að senda póst á “Tengilið” fyrirtækis í gegnum Hluthafaskrá.

Með einföldum hætti er hægt að senda Hluthafaskrána eins og hún er inni í kerfinu á skráðan tengilið fyrirtækis. Athugið að ef búið er að skrá inn tengilið undir “Áreiðanleikakannanir” þá er sá tengiliður sjálfkrafa skráður og þarf ekki að skrá aftur inn þær upplýsingar.

 

Tengiliður ekki til staðar

Einfalt er að sjá hvort að tengiliður sé skráður fyrir viðkomandi fyrirtæki.

Ef smellt er á “stillingar” (litla tannhjólið) þá opnast gluggi þar sem hægt er að setja inn upplýsingar um tengilið og smella á “vista breytingar” þá hefur tengilið verið bætt við.

Hér hefur tengilið verið bætt við

 

Póstur sendur út

Smellið fyrir framan nafn fyrirtækis líkt og gert er á myndinni hér að neðan. Þá blámast hlappurinn “Senda póst”

 

Þegar smellt er á hnappinn “Senda póst” þá opnast gluggi þar sem sjá má hver er viðtakandi þessa póst. Hér getur þú ekki breytt netfangi eða bætt við, þessi póstur fer einungis á þann aðila sem skráður er sem tengiliður. Hægt að spara sér tíma með því að senda póst á mörg fyrirtæki í einu með því að haka fyrir fram þau sem við á, þá fá allir sama texta og sína Hluthafaskrá.

Því næst er að skrá inn þann texta sem á að fylgja með póstinum þegar hann er sendur út og muna að setja hak fyrir framan “Senda viðkomandi hluthafaskrá með”

Sýnishorn af tölvupósti til tengiliðs