KODIAK Excel - Lýsing á gögnum

Hér er hægt að sjá ítarlegri lýsingu á gögnum í KODIAK Excel

BondsCalc
  • Útreikningar á ávöxtunarkröfu, núvirði og binditíma miðað við ýmiskonar forsendur.
  • Grunnforsendur koma frá NASDAQ OMX Iceland en notendur geta valið ýmsar útfærslur af útreikningum sem miða við aðrar uppgefnar forsendur.
  • Upplýsingar um síðasta og næsta viðskiptadag þannig að hægt sé að reikna miðað við uppgjörsdag skuldabréfa.
  • Reiknar ávöxtunarkröfu, núvirði og binditíma fyrir Íbúðabréf (HFF150224, HFF150434 og HFF150644). 
BondsIndex Föll og runur fyrir skuldabréfavísitölur. 
BondsInfoUpplýsingar um forsendur skuldabréfa. 
BondsYields
  • Upplýsingar um ávöxtunarkröfu skuldabréfa miðað við viðskipti í NASDAQ OMX Iceland.
  • Rauntímaupplýsingar og söguleg gögn sem sýna ávöxtunarkröfu í dagslok og upphafi dags, út frá hagstæðasta kaup- og sölutilboði, lægstu og hæstu ávöxtunarkröfu o.fl.
NasdaqOMXIndex 
  • Upplýsingar um hlutabréfavísitölur frá Nordic Exchange. 
  • Uppfærist í rauntíma innan viðskiptadags og geymir lokagildi hvers dag.
  • Sýnir m.a. lista af virkum vísitölum með nýjasta gildi og breytingu frá síðasta viðskiptadegi, frá áramótum og yfir síðustu 12 mánuði.
  • Hægt að skoða þróun hverrar vísitölu fyrir valið tímabil og skoða breytingar miðað við valda daga. 
NasdaqOMXPrices
  • Upplýsingar um rauntímaviðskipti í Nordic Exchange með beinni tengingu við INET viðskiptakerfið.
  • Öll ný viðskipti og tilboð skráð en aðeins viðskipti sem mæta skilyrðum um „trading lot“ og tegund eru verðmyndandi.
  • Ef engin viðskipti finnast fyrir viðkomandi félag á yfirstandandi viðskiptadegi (eða ef spurt er um verð á degi sem ekki er viðskiptadagur) birtast verðupplýsingar sjálfkrafa frá ClosingPrices þjónustunni. Þetta tryggir að notendur fá alltaf  nýjustu og bestu upplýsingar sem möguleiki er á.
  • Þessa þjónustu skal nota ef vinna á með nýjustu upplýsingar hverju sinni en ekki fyrir sögulega greiningu. 
NasdaqOMXSummary
  • Samantekt á viðskiptum í Nordic Exchange.Hægt að skoða runur með öllum viðskiptum með ákveðið félag á ákveðnum degi eða dagbili, öll viðskipti á ákveðnum undirmarkaði, öll gildandi tilboð með ákveðið félag o.s.frv.
  • Sýnir m.a. upplýsingar um markaðsaðila (CompanyBuy/CompanySell).
  • Hentar vel fyrir rauntímayfirlit og greiningu t.d. með Pivot töflum og gröfum.
Currencies Föll og runur til að sækja gengi gjaldmiðla, frá Seðlabanka Íslands og öðrum birgjum. 
Rates  Föll og runur til að sækja vexti gjaldmiðla, t.d. LIBOR, REIBOR, EURIBOR o.fl.
Dagslokaverð/Söguleg viðskipti (ClosingPrices) 
  • Upplýsingar um dagslokaverð í NASDAQ OMX ordic Exchange.
  • Ein ný færsla fyrir hvert skráð auðkenni fyrir hvern viðskiptadag.
  • Alltaf skráð eða reiknað verð, hvort sem viðskipti áttu sér stað eða ekki. Hægt er að fá upplýsingar um hvernig verð myndaðist og hversu gömul verðmyndunin er.
  • Tímarunur leiðréttar með tilliti til arðs og jöfnunar.
  • Auk dagslokaverðs eru upplýsingar um hagstæðustu kaup- og sölutilboð, magn og verðmæti viðskipta, hæsta og lægsta verð, opnunarverð og fjölda viðskipta. 
Hagstofa - vísitölur
  • Almennar upplýsingar frá Hagstofu Íslands.
  • Sýnir núverandi gildi á vísitölum neysluverðs (NEY) og lánskjara (LKJ) 
  • Hægt að skoða þróun vísitalna.
  • Sýnir einnig núgildandi skammtímaspá og þróun hennar.
Loan Calculator
  • Reiknar út almenn verðtryggð lán. 
  • Greiðsluflæði, heildar afborganir, verðtrygging og hlutfallstala kostnaðar.
Funds Gengi sjóða hjá íslenskum rekstrarfélögum

Stuðningsþjónustur

(Utilities) 

Ýmis föll og runur til að nota með öðrum þjónustum.

Upplýsingar um ýmiskonar forsendur og lista, svo sem lista af öllum skráðum auðkennum á hverjum undirmarkaði, lista af undirmörkuðum, lista af kauphallaraðilum og grunnupplýsingar um hvert auðkenni.

  • Upplýsingar um uppfærslutíma á nýjustu gögnum þannig að notendur geti séð ef gögn eru óeðlilega gömul og uppfærsla ekki eðlileg.
  • Föllin GeniusNow() og GeniusToday() eru KODIAK útgáfur af Excel föllunum Now() og Today() sem henta engan vegin með KODIAK og notendur skulu forðast að nota.
  • Föllin NextBusinessDay() og PriorBusinessDay() skila upplýsingum um síðasta og næsta viðskiptadag miðað við gefinn dag. 
Broker statistics Upplýsingar um þátttakendur í Kauphöllinni. Hægt er að fletta upp magni, veltu, meðalverði, fjölda viðskipta osfrv.
Reference DataFöll til að fletta upp ýmsum upplýsingum um skráð auðkenni.
VBSI

Upplýsingar frá Verðbréfaskráningu Íslands.

  • Stærstu hluthafar
  • Eignahlutir félaga í eigin bréfum
Options CalculatorFöll til verðlagningar á valréttum.
Questor

Með Questor er hægt að sækja upplýsingar úr árs- og árshlutareikningum fyrirtækja á markaði innan sólarhrings eftir uppgjör er birt.

  • Almennt fall, QuestorKeyLookup(), sækir gögn eftir auðkenni, fjárhagsári, tímabili (Q1,Q2, Q3, Q4, 3M, 6M, 9M, Y) og bókhaldslykli.
Financials

Upplýsingar úr ársreikningum óskráðra íslenskra fyrirtækja.

  • Rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðstreymi.