Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Hvíla á þér skyldur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka?

KYC kerfið er hannað fyrir tilkynningaskylda aðila til að framkæma áreiðanleikakannanir á skilvirkan hátt og öðlast góða yfirsýn á viðskiptavinum í samræmi við gildandi lög.

Stofna viðskiptavini

Fyrsta skref er að stofna viðskiptavini en það er hægt að gera á tvenna vegu. Annars vegar að stofna hvern viðskiptavin með kennitölu (val: og skilalykli) undir Fyrirtækin mín. Hins vegar er hægt að senda Excel skjal með öllum kennitölum viðskiptavina (val: og skilalykli) á help@hluthafaskra.is

Framkvæmd áreiðanleikakannana

Á svæðinu KYC í aðalvalmynd má nú sjá þá viðskiptavini sem hafa verið stofnaðir. Til að framkvæma aðgerðir þarf að haka í hvert fyrirtæki, eitt eða fleiri, áður en lengra er haldið. Því næst er áreiðanleikakönnun framkvæmd í þeirri röð sem lýst er á síðunni:

  1. Sækja KYC skýrslu úr Hlutafélagaskrá með raunverulegum eigendum.

  2. Skrá réttan tengilið félags og netfang.

  3. Senda út könnun á tengilið félags. Sýnishorn.

  4. Skrá áhættumat með litakóða fyrir hvert félag eða mörg í einu.

Helstu aðgerðir:

🧐 Góð yfirsýn

Haldið utanum alla viðskiptavini á einum stað og sjálfvirk áminning þegar þörf er á nýrri könnun. Allar aðgerðir eru skráðar og aðgengilegar gagnvart eftirlitsaðilum.

🧾 KYC skýrsla sótt

Skýrsla sótt úr Hlutafélagaskrá [til RSK] með gildandi skráningu og raunverulegum eigendum, fyrir hvert félag eða mörg í einu.

📝 Spurningalisti sendur

Spurningalisti sendur út á tengilið félags sem skráir sig inn með rafrænum skilríkjum. Aðgerð framkvæmd fyrir hvert félag eða mörg í einu.

(warning) Áhættumat skráð

Áhættumat skráð með litakóðun og athugasemdum þegar öll gögn liggja fyrir, fyrir hvert félag eða mörg í einu.